Heimahleðsla fyrir alla rafbíla
Ísorka býður upp á hleðslulausnir og uppsetningu sem hentar fyrir öll heimili og allar gerðir bíla.
Ísorka býður upp á hleðslulausnir og uppsetningu sem hentar fyrir öll heimili og allar gerðir bíla.
Við bjóðum uppsetningar um land allt. Allar uppsetningar eru unnar af fagaðilum sem hafa þekkingu og reynslu á uppsetningu.
Við minnum á að hægt er að sækja um endurgreiðslu á hluta virðisaukaskatt á vinnuliðnum þegar heimahleðslustöð er sett upp. Við getum aðstoðað þig við að sækja um.
Með uppsetningu frá Ísorku er tryggt að allt sé á einni hendi, hleðslustöðin og uppsetningin. Jafnframt framlengjum við ábyrgðina um 1 ár á hleðslustöðvum
Aðstæður geta verið mismunandi og því mikilvægt að finna lausn sem er varanleg. Við getum séð um jarðvinnu, staura og fleira allt eftir því hvað þínar aðstæður kalla á.
Heimur hleðslunnar virðist stundum flókinn og okkar markmið er að veita þér ráðgjöf í þeim efnum. Ef þú ert að velta fyrir þér að setja upp hleðslustöð er mikilvægt að huga að þremur hlutum, hleðslustöð, öryggi og uppsetningu.
Hleðslustöðvar eru hyggjarstykkið í hleðslulausn heimilsins. Það er mikilvægt að vanda valið og skoða hleðslutíma, hleðslugetu og týpu. Kynntu þér úrvalið í vefverslun okkar.
Hleðslukapall er mikilvægur ferðafélagi fyrir bæði rafbíla og plugin-hybrid. Við bjóðum einungis gæða kapla sem gerðir eru til þess að endast. Allir okkar kaplar eru 32 amper.
Hjá Ísorku færðu fast verð á uppsetningu þar sem er innifalið: Allt efni, allt að 10 metra lagnæfni, uppsetning, tilkynning til HMS og framlengd ábyrgð á heimahleðslustöðum.
Skráðu þig til að fá hleðslulykil og Ísorkaappið og fáðu aðgang að hundruðum hleðslustöðva víðsvega um landið.