Kolefnisjafnaðu þinn rekstur

Ísorka býður þér að kolefnisjafna þinn rekstur á áreiðanlegan hátt með vottuðum, virkum kolefniseiningum.

Ábyrg kolefnisjöfnun

Hafa samband

Vottað verkefni

Ísorkuverkefnið er vottað af óháðum þriðja aðila

Vottaðar kolefniseiningar

Vottunin gerir Ísorku kleift að bjóða vottaðar kolefniseiningar

Virkar kolefniseiningar

Ólíkt öðrum íslenskum verkefnum býður Ísorka virkar einingar, sem hægt er að nýta samstundis

Kolefnisjafnaðu reksturinn

Í samstarfi við Súrefni sjáum við um alla umsýslu til að kolefnisjafna þinn rekstur
Þú veist það ef það er vottað

Þú veist það ef það er vottað

Ísorkuverkefnið er tímamótaverkefni sem vottar hvernig áhrifin af auknu aðengi rafhleðslustöðva spornar gegn bruna á jarðefnaeldsneyti. Aðferðafræðin kemur frá alþjóðlega staðlinum Verra og gerir Ísorku kleift að skrá virkar, vottaðar kolefniseiningar út frá starfseminni. Fyrirtæki og lögaðilar geta þannig nýtt einingarnar sem ábyrga mótvægisaðgerð til eigin kolefnisjöfnunar.

Ábyrg kolefnisjöfnun

Ábyrg kolefnisjöfnun

Alþjóðlegar kröfur til að mæla vottaðar kolefniseiningar eru meðal annars að verkefnið beri raunverulegan, mælanlegan og varanlegan árangur. Íslensk fyrirtæki og lögaðilar geta nú nýtt kolefniseiningarnar frá Ísorku sem mótvægisaðgerð og uppfyllt þessi skilyrði ásamt kröfum ESB, Umhverfisstofnunar og Grænna skrefa um ábyrga kolefnisjöfnun.

Áskrift á kolefnisjöfnun

Áskrift á kolefnisjöfnun

Ísorka býður einnig áskrift á einingum fram í tímann. Með því getum við boðið betra verð og traust langtíma samband í kolefnisjöfnun á þínum rekstri eða verkefnum.

Skráning verkefnisins

Hagnastu á að bjóða hleðslu

Ísorka er traustur samstarfsaðili sem sér ekki bara um uppsetningu á hleðslustöðvum og lausnum þeim tengdum heldur viðhald og þjónustu. Okkar markmið er að þín orkuskipti verði auðveld og áhægjuleg.

Stór notendahópur

Notendur Ísorku munu finna þína hleðslustöðvar í gegnum appið okkar. Með appinu eru þínar lausnir sýnilegar þúsundum íslenskra notenda og milljónum erlendra notenda.

Stjórnaðu verðinu

Þú stjórnar verðinu á þínum hleðslustöðvum á meðan við þjónustum og vöktum stöðvarnar þínar.

Gagnsæ lausn og vöktun

Með þjónustu Ísorku kemur fullkomin greiðslugátt með staðgreiðslu sem sér um að skila öllum fjármunum milliliðalaust beint inn á þinn reikning.

Hlaða eigin rafbílaflota

Þú getur hlaðið flotann þinn með einföldum hætti. Við höfum allar lausnir sem snúa að rekstri rafbíla sem og álagsstýringar til þess að hlaða flotann þinn.

Uppbygging

Við hjá Ísorku veitum góða ráðgjöf um val á búnaði sem hentar til þess að hlaða flotann þinn.

Flotastýring

Við pössum á að þú vitir hvaða bíll tekur hvaða rafmagn og hvaða hleðslustöð hlóð hvern bíl. Á sama tíma virkar sami aðgangurinn um allt land.

Álagsdreifing

Við veitum alla ráðgjöf sem þú þarft til þess að setja upp hleðslustöðvar fyrir eigin flota í vinnunni.

Stofna til reikningsviðskipta

Sæktu um reikningsviðskipti fyrir þitt fyrirtæki eða hafðu sambandi til að fá frekari ráðgjöf um þjónustuleiðir til fyrirtækja.

Fá aðgang að hleðsluneti Ísorku

Skráðu þig til að fá hleðslulykil og Ísorkaappið og fáðu aðgang að hundruðum hleðslustöðva víðsvega um landið.

Fjöldi hleðslustöðva:
3.700
Virkir notendur:
45.000
Uppitími hleðslustöðva:
99%
Rafbílaeigendur með appið:
56.000

Fyrirtækjaþjónusta sem þú getur treyst

Ísorka er traustur samstarfsaðili sem sér ekki bara um uppsetningu á hleðslustöðvum og lausnum þeim tengdum heldur viðhald og þjónustu. Okkar markmið er að þín orkuskipti verði auðveld og ánægjuleg.

Hleðslulausnir fyrir fyrirtæki

Hleðslustöðvarnar okkar henta fyrir allar gerðir bíla, og við bjóðum upp á hefðbundnar tegundir hleðslustöðva sem festat á veggi eða staura eða hraðhleðslustöðvar sem hlaða bílinn á mun skemmri tíma

Getum við aðstoðað?

Ísorka hefur gríðarlega reynslu af öllu sem tengist hleðslu fyrir rafbíla. Hafðu samband og við aðstoðum þig við að velja lausnir sem henta þér.

Hafa samband