Ísorka er traustur samstarfsaðili sem sér ekki bara um uppsetningu á hleðslustöðvum og lausnum þeim tengdum heldur viðhald og þjónustu. Okkar markmið er að þín orkuskipti verði auðveld og ánægjuleg.
Ísorka ráðleggur fyrirtækjum og sér um alla uppsetningu og aðgerðir tengdar hleðslustöðvunum.
Við mælum og höldum utan um alla notkun. Það skiptir máli bæði fyrir rekstur og grænt bókhald.
Með okkar lausnum er bæði hægt að hlaða bíla starfsmanna og fyrirtækisins.
Öll ráðgjöf okkar miðast að því að byggja upp í réttum áföngum, gera ráð fyrir stækkun og tryggja virkni í takti við þarfir.
Veittu starfsfólki aðganga að hleðslustöð og auktu starfsánægju og hagkvæmni í rekstri. Við höfum allar lausnir sem snúa að rekstri hleðslustöðva sem og álagsstýringar til þess að hlaða flotann þinn. Lausnin vex með þínum þörfum og notkun,
Laðaðu viðskiptavini og vektu athygli með því að bjóða upp á hleðslu hjá þínu fyrirtæki. Ísorka finnur lausn sem hentar þínum aðstæðum og kemur að öllum verkþáttum er snýr að uppsetningu og val á búnaði.
Hleðslulausnir okkar gera þér ekki bara kleift að bjóða viðskiptavinum og starfsfólki upp á hleðslu, þú getur fengið greitt fyrir notkun á hleðslulausnunum.
Notendur greiða fyrir hleðsluna sem þú býður upp á og þú færð alla fjármuni beint inn á þinn reikning mánaðarlega, allt eftir þinni verðlagningu.
Þú getur hlaðið flotann þinn með einföldum hætti. Við höfum allar lausnir sem snúa að rekstri rafbíla sem og álagsstýringar til þess að hlaða flotann þinn.
Sæktu um reikningsviðskipti fyrir þitt fyrirtæki eða hafðu sambandi til að fá frekari ráðgjöf um þjónustuleiðir til fyrirtækja.
Er þitt fyrirtæki með rafbíl og langar að hlaða á hleðslustöðvum tengda við Ísorku. Hafðu samband til að stofna til reikningsviðskipta.
Fjöldi hleðslustöðva:
3.700
Virkir notendur:
45.000
Uppitími hleðslustöðva:
99%
Rafbílaeigendur með appið:
56.000
Ísorka er traustur samstarfsaðili sem sér ekki bara um uppsetningu á hleðslustöðvum og lausnum þeim tengdum heldur viðhald og þjónustu. Okkar markmið er að þín orkuskipti verði auðveld og ánægjuleg.
Hleðslustöðvarnar okkar henta fyrir allar gerðir bíla, og við bjóðum upp á hefðbundnar tegundir hleðslustöðva sem festat á veggi eða staura eða hraðhleðslustöðvar sem hlaða bílinn á mun skemmri tíma.
Ísorka hefur gríðarlega reynslu á sviði hleðslulausna fyrir fyrirtæki. Hafðu samband og við aðstoðum þig við að velja þær lausnir sem henta þínu fyrirtæki best.