
Við gerum enn betur á Blönduósi
Share

Ísorka hefur bætt við nýrri hraðhleðslustöð á Blönduósi og nú er hægt að hlaða allt að fimm rafbíla samtímis á þessari frábæru staðsetningu.
Um er að ræða viðbót upp á 225 kW Alpitronic Hypercharger stöð sem hefur 3 hraðhleðslutengi, 2x CCS og 1x Chademo.
Við höfum fundið fyrir mikilli þörf á að fjölga tengjum á Blönduósi enda mikil umferð rafbíla á þessu svæði.
Þessi glæsilega stöð er að sjálfsögðu sýnileg í appinu okkar.
Núna verður hægt að hlaða allt að fimm rafbíla samtímis 🙂