Reikiveitur - Roaming

Sigurður Ástgeirsson

5. apríl 2021
Ísorka getur boðið öllum eigendum hleðslustöðva að tengjast t.d. Hubject

Reikiveitur eða Roaming eru þjónustuveitur sem bjóða bæði þjónustuaðilum notenda (EMP) og þjónustuveitendum hleðslustöðva (CPO) að tengjast. Nánar má lesa um muninn hér í annarri frétt.

Víðsvegar í heiminum eru til ótalmörg kerfi sem halda utan um notendur og hleðslustöðvar. Allir aðilar vilja hámarka nýtnina og tryggja að notendur fái aðgang að sem flestum hleðslustöðvum og að hleðslustöðin hafi aðgang að sem flestum notendum

Í stað þess að fylla vasa notenda að hinum ýmsu lyklum þá leitast markaðurinn frekar til þess að tryggja að einn lykill virki á sem flestar hleðslustöðvar. Með réttum tengingum þá næst að tryggja að lyklar virki á milli kerfa.

 

En hvernig virkar þetta?

 

Reikiveitur

 

Sumar reikiveitur bjóða að tengja bæði hleðslustöðvar og notendur við reikiveituna. Sé notandi tengdur þá fær hann sjálfkrafa aðgang að öllum hleðslustöðvum sem tengdar eru. Sé hleðslustöð tengd þá fær hún sjálfkrafa aðgang að öllum notendum sem tengdir eru. Svo einfalt er það...

Allir notendur Ísorku eru tengdir við helstu reikiveitur í heiminum og með því tryggir Ísorku lykilinn og Ísorku appið aðgengi að hundruð þúsund hleðslustöðva. Lykilhafi Ísorku getur því ferðast óheftur um heiminn með einn aðgang án þess að þurfa að undirbúa sig sérstaklega fyrir ferðalagið. Samhliða fær hann upplýsingar um stöðu allra hleðslustöðva í Ísorku appinu.

Þegar kemur að eigenda hleðslustöðva þá eru reikiveitur mjög verðmætar, sérstaklega þegar kemur að því að ferðamenn leigi sér rafbíl eða ferðist með eigi rafbíl milli landa. Eigendur rafbíla leitast við að nýta sama aðganginn hvar sem þeir hlaða enda treysta þeir sínum lykli og sínum aðgangi.

 

Nýtist þetta fleirum?

 

 

Bílaframleiðendur, Google, Garmin, Tom Tom og fleiri kortaveitur sækja mikið í upplýsingar um hleðslustöðvar. Með því að tengja stöðvar við reikiveitur þá birtast þær mun fyrr í öðrum kerfum og innbyggðum leiðsögukerfum rafbíla. Sýnileiki fyrir eigendur hleðslustöðva er verðmætur og mikilvægt að hann sér tryggður.

Við hjá Ísorku sérhæfum okkur í tengingum við reikiveitur og erum við þau einu sem bjóðum lifandi stöðu hleðslustöðva í gegnum Google Maps. Á sama tíma er Ísorka eina fyrirtækið á Íslandi sem eru vottað inn í Hubject. Hubject er stærsta reikiveita í heimi.

 

Það getur verið súrt að setja upp hleðslustöð sem enginn veit að...

 

Ef þig þyrstir í frekari upplýsingar þá getur þú ávallt haft samband við okkur hjá Ísorku

 

Með okkar lausnum þá tryggjum við hraðan uppvöxt og frábæra virkni

Sigurður Ástgeirsson

5. apríl 2021
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.