Tvær hliðar innviða fyrir rafbíla

Sigurður Ástgeirsson

5. apríl 2021
Í tilfelli Ísorku þá er Ísorka s.k. þjónustuaðili notenda sem tryggir að notendur fái þjónustu allan sólarhringinn. Á sama tíma leggur Ísorka til allar lausnir til þjónustuveitenda hleðslustöðva svo þeir geti með einföldum hætti komist inn á markaðinn

Fyrirtæki sem ætla sér að taka þátt í að þjónusta rafbíla verða að átta sig á því hvar krafta þeirra eru best nýttir og samhliða átta sig á því hvert hlutverk þeirra sé. Yin og yang í hleðslu rafbíla eru Emobility Service Provider (EMP) eða "þjónustuaðili notenda" og Charge Point Operators (CPO) eða "þjónustuveitandi hleðslustöðva".

Þessir tveir aðilar eru s.k. hleðslunet. Hleðslunet er í grundvallaratriðum vettvangur sem gerir aðilum kleift að eiga viðskipti sín á milli. Fyrirtæki getur tekið að sér EMP eða CPO sérstaklega eða þjónað báðum aðilum samtímis. Öll aðkoma hefur sína kosti.

 

Þjónustuaðili notenda (EMP)

 

Þjónustuaðili notenda er ábyrgur fyrir allri persónuvernd

Þjónustuaðili notenda getur verið aðili eða fyrirtæki sem býður hleðsluþjónustu til rafbílaeiganda. Þjónustuaðilinn veitir aðgang að hleðslustöðvum sem sumar hverjar tengjast öðrum rekstrarkerfum um allan heim.

Þjónustuaðilinn hjálpar notendum að finna hleðslustöðvar, byrja að hlaða og greiða með ýmsum aðferðum. Venjulega þjóna þeir einungis skráðum notendum en geta einnig boðið þjónustu til óskráðra notenda. Í sumum löndum er það krafa að bjóða lausnir án þess að stofna aðgang. Slík krafa er t.d. á Íslandi.

Með þessu fyrikomulagi getur þjónustuveitandi notenda einbeitt sér að því að byggja upp notendakerfi án þess að eiga eða reka hleðslustöðvar.

Sem sérstök viðbót getur þjónustuaðili notenda veitt aðgang að hleðslustöðvum þriðja aðila í gegnum reikiveitur. Í þeim tilvikum býðst notendum að hlaða með eina og sama aðganginum um allan heim.

 

Þjónustuveitandi hleðslustöðva (CPO)
Þjónustuveitandi hleðslustöðva fjárfestir í hleðslustöðvum

Þjónustuveitandi hleðslustöðva getur t.d. verið fyrirtæki, stofnun eða sveitafélag sem rekur hleðslustöð eða hleðslustöðvar. Þessi aðili sér um að tengja stöðvarnar sínar við þjónustuaðila notenda til að tryggja megi viðskipti.

Þjónustuveitandi hleðslustöðva sér um að hleðslustöðvar virki snurðulaust. Þetta getur falið í sér viðhald, verðstjórnun og allan rekstur hleðslustöðvarinnar. Þessi aðili þarf einnig að tryggja að aðgengi sé gott og að staðsetning sé hagkvæm.

Í tilfelli Ísorku þá er Ísorka s.k. þjónustuaðili notenda sem tryggir að notendur fái þjónustu allan sólarhringinn. Á sama tíma leggur Ísorka til allar lausnir til þjónustuveitenda hleðslustöðva, þannig geta allir þeir sem vilja með einföldum hætti komist inn á markaðinn.

Nær allir þjónustuveitendur hleðslustöðva treysta öðrum þjónustuaðilum til að veita aðgang að hleðslustöðvum sínum. En í sumum tilfellum þá er kerfum læst til þess að koma í veg fyrir að aðrir notendur getið nýtt hleðslustöðvarnar. Það er ekkert mál að opna á aðra notendur og virkja t.d. tengingar í gegnum reikiveitur.

Ef þig þyrstir í frekari upplýsingar þá getur þú ávallt haft samband við okkur hjá Ísorku

Með okkar lausnum þá tryggjum við hraðan uppvöxt og frábæra virkni

Sigurður Ástgeirsson

5. apríl 2021
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.