4,6 Milljarða fjárfesting í VIRTA

Sigurður Ástgeirsson

22. apríl 2021
VIRTA situr í 179. sæti á topp 1.000 lista Financial Times yfir mest ört vaxandi fyrirtæki í Evrópu.

Hugbúnaðarfyrirtækið VIRTA fékk á dögunum 30.000.000 EUR fjárfestingu í hlutafjárútboði í Apríl 2021. (fréttatilkynning)

Jussi Paola

Fyrirtækið Jolt Capital annaðist útboðið fyrir hönd VIRTA en þeir sérhæfa sig fjárfestingaráðgjöf til fyrirtækja í hátæknigeira.

Nýjustu fjárfestarnir eru Vertex Growth og TESI. 

Eigendahópur VIRTA er því orðin virkilega breiður en má þar helst nefna:

Fyrir sat VIRTA í 179. sæti á topp 1.000 lista Financial Times yfir mest ört vaxandi fyrirtæki í Evrópu.

 

 

En hvaða fyrirtæki er VIRTA?

Virta er hugbúnaðarfyrirtækið sem Ísorka keyrir allar sýnar lausnir á. Samstarf VIRTA og Ísorku hófst um mitt ár 2015 þegar VIRTA var einungis með 1 viðskiptavin utan Finnlands. Ísorka var viðskiptavinur númer 2 utan Finnlands.

Í dag eru lausnir VIRTA nýttar í yfir 30 löndum í nokkrum heimsálfum.

Samstarf Ísorku og VIRTA er því rótgróið og höfum við tekið þátt í þróun og prófunum á ýmiskonar lausnum. 

Markmiðið á samstarfi Ísorku og VIRTA hefur ávallt verið það sama, tryggja að sem flestir geti nýtt bestu lausnir sem í boði eru hverju sinni.

Notendur Ísorku hafa því í gegnum tíðina fengið að njóta einna bestu lausna sem í boði eru í heiminum frá því að Ísorka kynnti fyrsta íslenska hleðslu-appið 2016, þá hluti af Íslenska gámfélaginu í samstarfi við Kringluna.

 

Af hverju að fjárfesta í Snjallvæðingu?

Í dag er það nær öllum ljóst að snjallvæðing hefur veigamikið hlutverk í hleðslu rafbíla í framtíðinni.

Hvort sem það tengist notanda upplifun, greiðslumiðlunum, álagsdreifingum, tengingum við raforkunetið eða samtengingu kerfa þá fer ekkert að því fram án hugbúnaðar. Hugbúnaðar líkt og VIRTA býður.

 

 

Það eru því virkilega bjartir tímar framundan fyrir rafbílaeigendur á Íslandi.

Sigurður Ástgeirsson

22. apríl 2021
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.
Powered by Omni Themes