Fáðu leigða hleðslustöð og Ísorka sér um allt frá uppsetningu, viðhald, bilanir og almenna þjónustu.
Leiga er fyrir þá sem vilja ekki eiga stöðina. Ísorka mun eiga hleðslustöðina og þjónusta hana. Ef stöðin bilar þá þarftu ekki að gera neitt nema láta okkur vita og við lögum hana. Gott fyrir þá sem vilja ekki hafa áhyggjur af einu né neinu. Binding er 36 mánuðir.
Ef leiga hentar ekki þínum þörfum er einnig hægt að kaupa hleðslustöð.
Ísorka hefur gríðarlega reynslu á sviði hleðslulausna. Ef þú ert óviss hafðu þá samband og við munum aðstoða þig við að taka ákvörðun sem hentar þínum þörfum.