Uppfært 26.06. kl. 11:30
Í upphaflegri tilkynningu okkar var sagt að enginn samskipti hefðu verið milli Ísorku og Kærunefndar Útboðsmála þar sem við gerðum kröfu um að slökkt yrði á stöðvum eða RVK beitt dagsektum.
Sú fullyrðing hefði mátt vera skýrari.
Máli er rakið hér að neðan.
Ágúst 2020 - Reykjavíkurborg opnar útboð
Október 2020 - Ísorka leggur fram kæru
Október 2020 - RVK og ON gert kunnugt um kæru - rannsókt hefst.
Janúar 2021 - RVK og ON setja upp hleðslustöðvar þrátt fyrir rannsókn.
11 Júní 2021 - Úrskurður birtur. Samningur gerður óvirkur. ON má ekki selja eða bjóða rafmagn á stöðvum.
22. Júní birtist frétt þess efnis að ON myndi endurgreiða notendum og bjóða ókeypis hleðslu.
Sama morgun var umrædd frétt send til Kærunefndar og athygli hennar veitt af þessari ákvörðun ON. Í sama pósti var vísað í úrskurð Kærunefndarinnar en þar kemur fram:
Óvirkni samningsins felur því í sér að réttur varnaraðila Orku náttúrunnar ohf. til að nýta þau stæði sem hann hefur fengið afhent til afnota og réttur hans til að krefjast afhendingar þess eina stæðis sem hann á eftir að fá afhent til afnota fellur niður.
Í sama pósti var sagt:
Athygli umbj. okkar hefur verið vakin á því að hvorki ON né varnaraðili hafa virt niðurstöðu úrskurðarins. Var það staðfest í skriflegu svari ON við fyrirspurn Morgunblaðsins í dag, sbr. meðfylgjandi frétt. Verður ekki annað séð en að ON sé enn að nýta þau stæði sem félagið fékk til afnota, réttur sem féll niður við uppkvaðningu úrskurðarins 11. júní sl. og gefi nú notendum rafmagn í stað þess að selja.
Umbj. okkar hefur falið okkur að vekja athygli kærunefndarinnar á framangreindu, sbr. einnig heimildir nefndarinnar skv. 4.mgr. 11.gr. laga nr. 120/2016.
23. Júní kom beiðni frá RVK til Kærnunefndar um ósk um frestun réttaráhrifa. Ísorka hefur ekki tjáð sig um það við nefndina.
Ísorka fagnar beiðni RVK og finnst hún eðlileg.
25. Júní kom frétt þess efnis að Ísorka hefði krafist þess að RVK yrði beitt dagsektum. Einnig kom fram að Ísorka hefði krafist þess að slökkt yrði á stöðvunum.
Þessum fullyrðingum höfum við varist fullum hálsi enda hefur Ísorka hvergi krafist eða kvartað undan viðbrögðum RVK.
Það að Ísorka veiti Kærunefnd athygli á að ekki sé verið að fara að úrskurði er eðliegt og á sama tíma alvarlegt 11 dögum eftir að úrskurður féll.
Við hörmum að ON sé gerð ábyrg í þessu máli.
Við hörmum að Ísorka sé gerð að blóraböggli í þessari ákvörðun.
Á sama tíma er rétt að taka fram að við óskum þess heitast að málið leysist sem fyrst enda hagur notenda í fyrirrúmi.
Það er eðlilegt að kvarta þegar lög eru brotin.
Það er óeðliegt að kenna þeim sem kvartar um þá niðurstöðu sem verður.
Hvað þá kenna honum um að úrskurði sé framfyllt.
Mér finnst rétt að leiðrétta og biðjast afsökunar á villandi framsögn á samskiptum okkar við Kærunefndina.
Að lokum finnst mér leitt að ON hafi dregist inn í málið en ON gerði lítið annað en að bjóða í gallað útboð og fara að kröfu RVK.
-Sigurður Ástgeirsson - Framkvæmdastjóri.