Við gerum enn betur í Hafnarfirði

Við gerum enn betur í Hafnarfirði

Ísorka straumsetti glænýjar hraðhleðslustöðvar við Fjörðinn í Hafnarfirði.

Stöðin er að sjálfsögðu sýnileg í appinu okkar.

Þetta er gríðarlegt fagnaðarefni fyrir Hafnfirðinga enda löngu kominn tími á að fjölga stöðvum á þessum vinsæla hleðslustað.

Um er að ræða 2 stk. 150Kw Alpitronic Hypercharger stöðvar sem síðar verða stækkaðar í allt að 300 kW.

Þær hlaða 4 bíla samtímis með CCS og Chademo tengjum.

Ísorka fagnar þessari viðbót í hraðhleðslunetið sitt og vonar innilega að stöðvarnar muni þjóna rafbílaeigendum á svæðinu öllu vel, sem og öllum öðrum Ísorku notendum.

 

Stöðin er sett upp í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.

Back to blog