Undirstöður fyrir hleðslustöðvar

Sigurður Ástgeirsson

9. apríl 2021
Það er engin ástæða að þurfa að kalla til jarðverktaka í hvert sinn sem það þarf að fjölga hleðslustöðvum

Þegar kemur að því að gera ráð fyrir hleðslustöðvum utandyra þá getur komið sér virkilega vel að nýta sér undirstöður.

Undirstöðurnar frá Unimi eru sérhannaðar fyrir hleðslustöðvar og því leikur einn að setja hvaða AC stöð sem er á þær. 

Frá fjórum hliðum er hægt að koma lögnum fyrir rafmagn sem og netsamskipti ef til þarf. Á sama tíma er ekkert má að gera ráð fyrir hlið eða raðtengingu strengja.

Með undirstöðum er ekkert mál að gera ráð fyrir fjölgun hleðslustöðva enda engin krafa að setja hleðslustöðina strax upp. Í þeim tilfellum er einfaldlega sett brunnlok á undirstöðuna og því allt klárt þegar fjölga þarf hleðslustöðvum.

 

 

Ekki grafa í hvert skipti sem það þarf að fjölga 
Það er engin ástæða að þurfa að kalla til jarðverktaka í hvert sinn sem það þarf að fjölga hleðslustöðvum. Þegar unnið er í jarðvinnu þá er reynslan sú að umfram kostnaður við að bæta við einni til tveimur auka undirstöðum er einungis brot af því sem kostar að bæta við síðar. Á sama tíma hefur tíðarfar og veður engin áhrif síðar ef það þarf að fjölga hleðslustöðvum um hávetur.

 

 

Hugsum til framtíðar
Eftir því sem framleiðendum hleðslustöðva fjölgar ásamt því sem aðrir breyta hönnun þeirra þá tryggjum við að nýjar festingar bjóðist.
Með því að velja staðlaðar undirstöður þá tryggir þú að þín fjárfesting sé ekki bundin við eina lausn sem gæti verið orðin úrelt þegar þörf er á fjölgun hleðslustöðva.

Ef þig þyrstir í frekari upplýsingar þá getur þú ávallt haft samband við okkur hjá Ísorku

 

Með okkar lausnum þá tryggjum við hraðan uppvöxt og frábæra virkni

Sigurður Ástgeirsson

9. apríl 2021
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.