
Undirstöður fyrir hleðslustöðvar
Share
Þegar kemur að því að gera ráð fyrir hleðslustöðvum utandyra þá getur komið sér virkilega vel að nýta sér undirstöður.
Undirstöðurnar frá Unimi eru sérhannaðar fyrir hleðslustöðvar og því leikur einn að setja hvaða AC stöð sem er á þær.
Frá fjórum hliðum er hægt að koma lögnum fyrir rafmagn sem og netsamskipti ef til þarf. Á sama tíma er ekkert má að gera ráð fyrir hlið eða raðtengingu strengja.
Með undirstöðum er ekkert mál að gera ráð fyrir fjölgun hleðslustöðva enda engin krafa að setja hleðslustöðina strax upp. Í þeim tilfellum er einfaldlega sett brunnlok á undirstöðuna og því allt klárt þegar fjölga þarf hleðslustöðvum.

Ef þig þyrstir í frekari upplýsingar þá getur þú ávallt haft samband við okkur hjá Ísorku
Með okkar lausnum þá tryggjum við hraðan uppvöxt og frábæra virkni