Það mun draga til tíðinda á næstu dögum þegar Ísorka setur upp 3 nýjar 150kw hraðhleðslur á þremur mikilvægum staðsetningum. Ánanaust, Hella og Kirkjubæjarklaustur bætast í hópinn innan fárra daga og því geta íbúar sem og aðrir landsmenn brosað breytt allan hringinn.
Samstarfsverkefni Ísorku og Olís svo sannarlega að hjálpa þjóðinni að losa hana við hleðslu- og drægnikvíða.
Um er að ræða 150Kw Alpitronic Hypercharger stöð sem hleður 2 bíla í einu
Hér má sjá þessar gullfallegu stöðvar sem geta ekki beðið eftir að þruma rafmagni á bíla landsmanna !