Stærsta hraðhleðslunet á Íslandi

Stærsta hraðhleðslunet á Íslandi

Ísorka kort

Myndin sýnir helstu staðsetningar allra hleðslustöðva Ísorku, hæg- og hraðhleðslu

Ísorka hefur náð þeim merka áfanga að vera núna með stærsta hraðhleðslustöðvanet á Íslandi þegar miðað er við 60 kW. og öflugri hraðhleðslustöðvar.

Ísorka opnaði fyrstu hraðhleðslustöðina í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ 16. október 2017 með einungis einn starfsmann starfandi en á sama tíma hundruð notenda.

Síðan þá hefur Ísorka vaxið jafnt og þétt og er í dag með 120 hraðhleðslutengi í sinni umsjón.

Af þeim eru yfir 80 aðgengileg almenningi á yfir 30 staðsetningum um allt landið.

Ísorka hefur lagt mikið kapp á að tryggja hraðhleðslur utan þjóðvegar 1, en síðustu misseri komið fyrir nýjum hraðhleðslum í samstarfi með Olís, Samkaup, Reginn, AVIS og KFC.

 

Með Ísorku geta allir haft tekjur af því að selja rafmagn í gegnum eigin hleðslustöð. Ísorka tryggir að allir komast inn á markaðinn á eigin forsendum.

Ísorka annast einnig umsjón hleðslustöðva í hundruð fjölbýlishúsa og hverfahleðslu Reykjavíkurborgar.

2.400 rafbílaeigendur treysta daglega á Ísorku til þess að hlaða rafbílinn sinn. Það er fyrir utan allar þær þúsundir heimahleðslustöðva sem Ísorka hefur selt og sett upp heima hjá rafbíleigendum.

Í dag starfa tæplega 20 starfsmenn hjá Ísorku sem allir hafa það eina markmið að tryggja að orkuskiptin gangi hratt og örugglega.

Back to blog