Stærsta hraðhleðslunet á Íslandi

Ísorka ehf.

7. mars 2024
2.400 notendur hlaða rafbílinn sinn daglega á Ísorku hleðslustöð.

Ísorka kort

Myndin sýnir helstu staðsetningar allra hleðslustöðva Ísorku, hæg- og hraðhleðslu

Ísorka hefur náð þeim merka áfanga að vera núna með stærsta hraðhleðslustöðvanet á Íslandi þegar miðað er við 60 kW. og öflugri hraðhleðslustöðvar.

Ísorka opnaði fyrstu hraðhleðslustöðina í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ 16. október 2017 með einungis einn starfsmann starfandi en á sama tíma hundruð notenda.

Síðan þá hefur Ísorka vaxið jafnt og þétt og er í dag með 120 hraðhleðslutengi í sinni umsjón.

Af þeim eru yfir 80 aðgengileg almenningi á yfir 30 staðsetningum um allt landið.

Ísorka hefur lagt mikið kapp á að tryggja hraðhleðslur utan þjóðvegar 1, en síðustu misseri komið fyrir nýjum hraðhleðslum í samstarfi með Olís, Samkaup, Reginn, AVIS og KFC.

 

Með Ísorku geta allir haft tekjur af því að selja rafmagn í gegnum eigin hleðslustöð. Ísorka tryggir að allir komast inn á markaðinn á eigin forsendum.

Ísorka annast einnig umsjón hleðslustöðva í hundruð fjölbýlishúsa og hverfahleðslu Reykjavíkurborgar.

2.400 rafbílaeigendur treysta daglega á Ísorku til þess að hlaða rafbílinn sinn. Það er fyrir utan allar þær þúsundir heimahleðslustöðva sem Ísorka hefur selt og sett upp heima hjá rafbíleigendum.

Í dag starfa tæplega 20 starfsmenn hjá Ísorku sem allir hafa það eina markmið að tryggja að orkuskiptin gangi hratt og örugglega.

Ísorka ehf.

7. mars 2024
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.