Smáralind stígur stórt skref fyrir rafbílahleðslu

Ísorka ehf.

14. febrúar 2024
Hér eru 16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla

Nýlega var 10 nýjum 11-22 kW hleðslustæðum bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin (Hagkaupsmegin) við húsið en þar eru 8 hleðslustöðvar staðsettar á 1. hæð bílastæðahússins og 8 stöðvar á 2. hæð sömu megin.

 

Einnig var bætt við 240kW hraðhleðslustöð sem getur þjónað 4 bílum í einu sunnan megin en þær stöðvar bjóða upp á þrjú CCS tengi og eitt CHADEMO tengi. Tvöfaldri hleðslustöð var komið upp við bílastæði fyrir hreyfihamlaða en sú stöð er í lækkaðri hæð til þess að auðvelda aðgengi.

 

Nú má því finna 28 hleðslustæði og 4 hraðhleðslustæði í heildina við Smáralind. Virkja má stöðvarnar með Ísorkulykli eða Ísorkuappi og má sjá verðskrá í Ísorkuappinu.

 

Við óskum Smáralind innilega til hamingju og erum við virkilega ánægð með þessa viðbót og vonum við að þetta muni nýtast gestum vel.

Ísorka ehf.

14. febrúar 2024
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.