Skúlagata 20 setur upp hleðslustöðvar

Sigurður Ástgeirsson

11. janúar 2021
Í framtíðinni þegar rafbílum fjölgar í húsinu þá verður auðvellt að bæta við hleðslustöðvum enda gert ráð fyrir því í hönnun.

Húsfélagið Skúlagötu 20 sett nýverið upp tvær hleðslustöðvar fyrir íbúa. Alfen Icu Mini varð fyrir valinu og voru settar tvær stöðvar bak í bak á staur.

Samhliða uppsetningunni á þeim var lokið við frágang á tveimur auka undirstöðum og því auðvelt að fjölga stöðvum í framtíðinni. Þar sem ekki var nægt afl til staðar á heimtaug hússins var fengin ný heimtaug frá Veitum. Stutt var í næstu spennustöð og því ekkert mál að koma nýrri lögn að lóðinni við Skúlagötu.

Mikilvægt er að aðgengi sé gott fyrir notendur

Með því að setja niður auka undirstöður þá er möguleiki á að fjölga stöðvum um allt að 4 sem gefur möguleika á að hlaða allt að 6 rafbíla samtímis. Allt án þess að þurfa að kalla aftur til jarðverktaka.

Ísorka sá um að sækja um styrk fyrir húsfélagið og annast alla umsýslu fyrir þeirra hönd. Samhliða lagði Ísorka til jarðverkaka og rafverktaka sem sá um að öllu yrði lokið á sem skemmstum tíma. Hleðslustöðvarnar eru tengdar við Ísorku sem annast alla gjaldtöku, vöktun og álagsdreifingu fyrir húsfélagið. Húsfélagið við Skúlagötu ákvað að stöðvarnar væru einungis aðgengilegar íbúum. Í slíkum tilfellum þá tryggir Ísorka aðgangsstýringar.

Í framtíðinni þegar rafbílum fjölgar í húsinu þá verður auðvellt að bæta við hleðslustöðvum enda gert ráð fyrir því í hönnun. Við óskum íbúum í Skúlagötu 20 innilega til hamingju.

Nánari upplýsingar um lausnina, þjónustuna og hleðslustöðvarnar finnur þú með því að smella á tengilinn.

Sigurður Ástgeirsson

11. janúar 2021
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.