Í ljósi umræðna um að ekki þurfi s.k. MID vottaða mæla í hleðslustöðvar þar sem innheimt er eftir mældu magni þá barst okkur, ásamt öllum félagsmönnum innan SART (samtök fyrirtækja í rafiðnaði), bréf.
Í ljósi þeirra villandi umræðu sem átt hefur sér stað undanfarið þá hefuri SART og SI (Samtök Iðnaðarins) séð sig knúin til þess að blanda sér í málið og sent bréf til allra félagsmanna.
Í bréfinu kemur skýrt fram:
Í þeim lausnum sem íbúi í fjölbýli greiðir eftir mældu magni sem mælt er af hleslustöðinni þá er krafan skýr, mæling skal vera vottuð.
Þetta staðfestir það sem Ísorka hefur talað fyrir.
Við hörmum alla umræðu þar sem Ísorka er sökuð um að fara með rangt mál.