Ísorka hefur nú sett upp glænýja hraðhleðslustöð á Mývatni sem staðsett er hjá Krambúðinni Reykjahlíð. Þetta er frábær viðbót fyrir norðurlandi sem og fyrir þá sem koma að austan eða eru á leið austur. Um er að ræða 150Kw Alpitronic Hypercharger stöð sem hefur 2x CCS og 1 x Chademo tengi. Síðar verður hægt að uppfæra hana í allt að 300 kW.
Samkaup hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu hleðslustöðva um allt land og er nú með hraðhleðslu á Búðardal, Ólafsfirði, Seyðisfirði, Borgarnesi og á Húsavík. Ísorka fagnar þessari viðbót í hraðhleðslunetið sitt og vonar innilega að stöðin muni þjóna rafbílaeigendum á svæðinu vel, sem og öðrum notendum Ísorku.
Þú getur að sjálfsögðu séð stöðina í appinu okkar!