Samkaup hefur opnað fyrstu hraðhleðslustöðina

Ísorka ehf.

22. júlí 2021

Fyrsta hraðhleðslustöð Samkaupa hefur opnað í Borgarnesi, stefna á að setja upp stöðvar við helming verslana samstæðunnar

Mynd

 

Samkaup hefur opnað fyrstu hraðhleðslustöðina við verslun Nettó í Borgarnesi og stefnir á fleiri. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Áætlað er að aðrar verslanir Samkaupa muni bjóða upp á hleðslustöðvar á komandi misserum. 

„Við erum hæstánægð með að hafa opnað okkar fyrstu rafhleðslustöð. Þróunin á þessum markaði er gríðarlega spennandi, en í upphafi þessa árs voru seldir fleiri nýir bílar sem knúnir eru rafmagni en bensíni eða dísilolíu. Samkaup reka verslanir um land allt og við búumst við að þessari þjónustu verði vel tekið af okkar viðskiptavinum sem og ferðamönnum, erlendum og innlendum," segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, í tilkynningunni. 

Hraðhleðslustöðvar Samkaupa eru að lágmarki 150KW og eru eingöngu hannaðar fyrir rafbíla sem geta hraðhlaðið. Þær verða settar upp við að minnsta kosti helming verslana félagsins en Samkaup rekur rúmlega 60 verslanir víðsv egar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland.  

„Þróunin virðist vera sú að rafknúnir bílar séu að sækja í sig veðrið og því mikilvægt að koma til móts við þær þarfir viðskiptavina okkar. Þar að auki er það stefna stjórnvalda að rafvæða samgöngur á Íslandi fyrir árið 2030," segir Gunnar.  

 

 

Við hjá Ísorku erum himinlifandi yfir þessu frábæra samstarfi og hlökkum virkilega til að fjölga hraðhleðslustöðvum með Samkaup.

Ísorka ehf.

22. júlí 2021
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.
Powered by Omni Themes