Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita. (Mynd birt með leyfi Reita)

Reitir reisa hraðhleðslustöð í Hveragerði í samstarfi við Ísorku

Reitir hafa komið upp nýrri hraðhleðslustöð við Sunnumörk 1 í Hveragerði í samstarfi við Ísorku og Orkusjóð

Reitir er í hópi þeirra framsýnu fyrirtækja sem velja rekstrarlausnir Ísorku til að þjónusta sína viðskiptavini.

Ísorka annaðist hönnun og ráðgjöf verkefnisins ásamt uppsetningu á búnaði. Ísorka mun annast rekstur og þjónustu við notendur.

Hraðhleðslustöðin er 240kW og getur hlaðið allt að 4 bíla samtímis á 4-CCS tengjum. Möguleiki er að auka aflið og stækka búnaðinn í framtíðinni. Auk hraðhleðslustöðvarinnar voru settar upp 8x22kW hæghleðlustöðvar sem henta vel þegar notið er fjölbreyttrar þjónustu á svæðinu.

Allar stöðvarnar eru í opnar almenningi og hægt að hlaða gegn gjaldi.
Að sjálfsögðu eru stöðvarnar komnar í hleðslunet Ísorku.

Við óskum Reitum til hamingju með fyrstu hraðhleðslustöðina sem og Hveragerði með bætta innviði og þjónustu við íbúa og gesti bæjarins.

Back to blog