Hleðsluhraði rafbíla í stærsta rafbílaprófi heims

Ísorka ehf.

9. febrúar 2022
Í rafbílaprófi norska bifreiðaeigenda sambandsins(NAF) var einnig prófað hvernig bílarnir taka hraðhleðslu í vetraraðstæðum.

29 bíltegund voru prófaðar og voru 7 bílar með varmadælu við rafhlöðu en aðeins 2 bílar árið áður. Nú voru Tesla, Porsche, Audi, BMW, Mercedes Benz, Polestar og Volvo með slíkan búnað.

Porsche Taycan 4 Cross Turismo og Audi e-tron GT náðu hröðustu hleðslunni, full hleðsla á um 20 mínútum. Mesta hleðsludrægni bíls á hleðslu reyndist einnig vera Porsche Taycan sem dróg 270 kW.

Hægasta hleðslan var hjá Xpeng P7 sem var 1 klst. Og 3 mínútur að fara úr 5% upp í 80% og mesta afl sem hann tók var 65 kW sem er nokkuð lægra en uppgefin 80 kW.

Allir bílar drógu minna en uppgefið er sem kom skipuleggjendum prófsins ekki á óvart, vitað er að hiti hefur áhrif á getu rafbíla til að taka við hleðslu.

Allir bílar voru eknir í að minnsta kosti 2 tíma fyrir hleðsluna og rafhlaðan var komin niður fyrir 9%.

Niðurstöður hér fyrir neðan sýna hversu nálægt fullri hleðslu bílarnir náðu.

Þeir bílar sem náðu mestum kW í hleðslu miðað við uppgefnar tölur
Mercedes EQA 99%
Mercedes EQB 98%
BYD Tang 90%

Af þeim bílum sem voru með lægsta hlutfallið af hleðslu miðað við uppgefna:
Tesla Y 37%

Allir bílar fengu hleðslu frá Ionity hraðhleðslustöðum nema Tesla Model 3 LR og Tesla Y, þær fengu hleðslu frá Supercharger V3(Tesla).

Heildar listi yfir bíltegundir. Taflan sýnir hversu fljótt bílarnir fengu 80% hleðslu,  stærð rafhlöðu er breytileg eftir bílum.

Nánar má lesa um niðurstöðu hleðsluprófsins og um hvern bíl hér:

https://nye.naf.no/elbil/lading/ladetest-vinter-2022

 

Ísorka ehf.

9. febrúar 2022
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.