29 bíltegund voru prófaðar og voru 7 bílar með varmadælu við rafhlöðu en aðeins 2 bílar árið áður. Nú voru Tesla, Porsche, Audi, BMW, Mercedes Benz, Polestar og Volvo með slíkan búnað.
Porsche Taycan 4 Cross Turismo og Audi e-tron GT náðu hröðustu hleðslunni, full hleðsla á um 20 mínútum. Mesta hleðsludrægni bíls á hleðslu reyndist einnig vera Porsche Taycan sem dróg 270 kW.
Hægasta hleðslan var hjá Xpeng P7 sem var 1 klst. Og 3 mínútur að fara úr 5% upp í 80% og mesta afl sem hann tók var 65 kW sem er nokkuð lægra en uppgefin 80 kW.
Allir bílar drógu minna en uppgefið er sem kom skipuleggjendum prófsins ekki á óvart, vitað er að hiti hefur áhrif á getu rafbíla til að taka við hleðslu.
Allir bílar voru eknir í að minnsta kosti 2 tíma fyrir hleðsluna og rafhlaðan var komin niður fyrir 9%.
Niðurstöður hér fyrir neðan sýna hversu nálægt fullri hleðslu bílarnir náðu.
Þeir bílar sem náðu mestum kW í hleðslu miðað við uppgefnar tölur
Mercedes EQA 99%
Mercedes EQB 98%
BYD Tang 90%
Af þeim bílum sem voru með lægsta hlutfallið af hleðslu miðað við uppgefna:
Tesla Y 37%
Allir bílar fengu hleðslu frá Ionity hraðhleðslustöðum nema Tesla Model 3 LR og Tesla Y, þær fengu hleðslu frá Supercharger V3(Tesla).
Heildar listi yfir bíltegundir. Taflan sýnir hversu fljótt bílarnir fengu 80% hleðslu, stærð rafhlöðu er breytileg eftir bílum.
Nánar má lesa um niðurstöðu hleðsluprófsins og um hvern bíl hér:
https://nye.naf.no/elbil/lading/ladetest-vinter-2022