Orkustofnun staðfestir kröfu um löggilta mæla

Ísorka ehf.

13. oktober 2022
Er þín hleðslustöð með MID vottuðum mæli?

Ísorka hefur frá upphafi verið leiðandi fyrirtæki þegar kemur að hleðslu rafbíla í fjölbýlishúsum.

Slíku hlutverki fylgir gríðarleg ábyrgð ásamt því að upplýsa notendur og markaðinn um þær reglur og lög sem gilda hverju sinni.

Ísorka óskaði eftir úttekt frá HMS (Húsnæðis- og mannvirkjastofnun) í Desember 2021 á þeim hleðslustöðvum sem Ísorka býður í fjölbýlishús. HMS sér um eftirlit með mælabúnaði á Íslandi.

Niðurstaða þeirrar úttektar var að allur búnaður Ísorku uppfyllti kröfur um löggilda raforkumæla. Ísorku er því heimilt að merkja stöðvar sínar með slíkum merkingum.

Í þeirri vinnu var kallað eftir afstöðu Orkustofnunar sem fer með eftirlit með mælum sem notaðir eru til uppgjörs á raforku, hvort sem það sé til innra uppgjörs eða gjaldtöku.

Afstaða Orkustofnunar er skýr en þar kemur fram:

Það er afstaða Orkustofnunar að þegar sala raforku í hleðslustöðvum byggir á seldu magni, skal mælabúnaðurinn til að mæla raforkuna fylgja ákvæðum reglugerðarinnar um eiginleika mælibúnaðarins. Ástæðan er, rétt eins og kemur afdráttarlaust fram í 18. gr. reglugerðar um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1150/2019, að þá gildir ákvæði reglugerðarinnar um mælibúnað sem notaður er til „uppgjörs raforku“.

Með vísan í 18. gr. 1150/2019:

Í 18. gr. kemur fram:

Mælibúnaður, sem notaður er til uppgjörs raforku skal hannaður, framleiddur og gæða­prófaður í samræmi við gildandi íslenska, evrópska og/eða alþjóðlega staðla, í þessari röð. Undir þetta falla allar gerðir raforkumæla, straumspenna og spennuspenna. Allir raforku­mælar sem falla undir þessa reglu­gerð skulu hafa gerðarviðurkenningu skv. reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með raforku­mælum nr. 1061/2008 með síðari breytingum.

Tengill í reglugerð

Ísorka hefur frá því 2019 talað fyrir nauðsyn þess að mælar í hleðslustöðvum til uppgjörs séu eftir þeim kröfum sem settar eru.

Margir sem starfa á þessum markaði bjóða stöðvar sem ekki uppfylla þær kröfur sem settar eru. Það er ávallt ábyrgð eiganda stöðvarinnar og hússtjórnar að tryggja að sá búnaður sem valin er sé löglegur.

Reglugerðin tók gildi í desember 2019 og á því við um öll hleðslukerfi sem sett hafa verið upp í fjölbýlum eftir það tíma.

Ísorka hefur kallað eftir ábyrgð söluaðila en það virt að vettugi. Ísorka harmar það.

 

Er þín hleðslustöð með MID vottuðum mæli?

 

Ísorka ehf.

13. oktober 2022
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.