Ísorka hefur bætt við glænýrri hraðhleðslu við Olís Norðlingaholti
Þessi glæsilega stöð er að sjálfsögðu sýnileg í appinu okkar. Verkefnið var í þetta skiptið unnið í samstarfi við Orkusjóð og Olís. Um er að ræða 240 kW stöð sem hleður 4 rafbíla samtímis með CCS tengi.
Þetta er auðvitað virkilega frábært enda verið beðið lengi eftir því að fá hraðhleðslu við glæsilegustu þjónustustöð Olís.
Ísorka fagnar þessari viðbót í hraðhleðslunetið sitt og vonar innilega að stöðin muni þjóna öllum rafbíla notendum vel. Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að koma sér út úr bænum á rafbíl, já og inn...