Ólafsfjörður mættur í hraðhleðslunet Ísorku

Ísorka ehf.

5. apríl 2023
Hraðhleðslunet Ísorku til Ólafsfjarðar

Nýlega setti Ísorka upp glænýja hraðhleðslu á Ólafsfirði.
Stöðin er staðsett hjá Kjörbúðinni, nánar tiltekið við Aðalgötu 2-4
Stöðin ætti ekki að fara framhjá neinum en ef svo ólíklega vildi til að hún fari framhjá þér þá er hún að sjálfsögðu sýnileg í appinu okkar.

Þetta er vissulega fagnaðarefni fyrir heimafólk og fréttum við af töluverði gleði fyrir norðan.

Um er að ræða 150Kw Alpitronic Hypercharger stöð sem hefur 1x CCS tengi og 1x Chademo tengi. 

Ísorka fagnar þessari nýju stöð og vonar svo sannarlega að hún komi íbúum á Ólafsfirði að góðum notum sem og öllum öðrum Ísorku notendum.

Það er því hægt að fara ansi oft í gengum Héðinsfjarðargöng sér til gagns og gamans. Við mælum með að láta eina ferð duga nema nauðsyn krefji. Það er svo hægt að hlaða á Olís á Siglufirði á norðurleið og Avis Akureyri á suðurleið. 

Gullfalleg mynd frá gullfallegum Ólafsfirði.

Ísorka ehf.

5. apríl 2023
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.