Öflugri Hverfahleðsla hjá Ísorku

Öflugri Hverfahleðsla hjá Ísorku

Ísorka hefur uppfært hverfahleðsluna á völdum stöðum og býður núna öflugri hverfahleðslu. 

Í fyrsta áfanga er um að ræða tvær staðsetningar, Rauðarárstíg (bakvið lögreglustöðina) og við Höfða, en þar er nú hægt að hlaða rafbílinn á 50 kW.

Með þessu styðjum við betur við þá notendur sem kjósa að nýta hverfahleðsluna án þess að þurfa að skilja bílinn eftir í lengri tíma.

Þess þó heldur ef notendur þurfa að sækja fundi eða þjónustu í hverfinu þá er auðveldara að geta skilið bílinn eftir í hleðslu í 30 - 60 mínútur.

 Rauðarárstíg bakvið Lögreglustöðina

 

Höfða við Borgartún
Back to blog