Ný stöð á Reyðarfirði og Siglufirði

Ísorka ehf.

12. desember 2022
Gleðifréttir fyrir Ísorku notendur

Nýlega setti Ísorka upp glænýjar stöðvar á Reyðarfirði og Siglufirði.
Stöðvarnar eru hluti af samstarfsverkefni Ísorku með Olís um uppbyggingu og endurnýjun innviða fyrir rafmagnsbíla á Íslandi.

Stöðvarnar eru rúmlega glæsilegar og falla stórkostlega inní umhverfi sitt. Um er að ræða 150Kw Alpitronic Hypercharger stöð sem hleður 2 bíla í einu. 
Stöðin er eðlilega með IP55 og IK10 umhverfisvottun, ótrúlega gott innbyggt módem, magnað RCD og MCB öryggi, það er því ekkert að óttast þegar þú hleður bílinn þinn. Frábær 15" skjár.

Ísorka fagnar þessum nýju stöðvum og vonar svo sannarlega að það komi íbúum Reyðarfjarðar og Siglufjarðar að góðum notum sem og öllum öðrum Ísorku notendum.

Mynd frá Siglufirði 

 Myndir frá Reyðarfirði

Ísorka ehf.

12. desember 2022
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.