150 kW Hraðhleðslustöð opnar við Nettó í Grindavík

Ísorka ehf.

31. maí 2022
Stöðin er í eigu Samkaupa og er liður í umhverfisstefnu þeirra

Samkaup hefur opnað hraðhleðslustöð við verslun Nettó í Grindavík. Um er að ræða aðra hleðslustöðina sem Samkaup setja upp við verslanir sínar, en þegar er komin hleðslustöð við verslun Nettó í Borgarnesi.  

Samkaup gerðu í fyrra samning við Ísorku þar sem endanlegt markmið er að koma upp hleðslustöðvum við verslanir um land allt, en verslanir Samkaupa eru yfir 60 talsins og staðsettar víðsvegar um landið. 

„Samkaup hafa lagt mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í fjölda ára og umhverfismálin hafa ávallt verið í brennidepli hjá okkur. Það hefur því verið gífurlega spennandi að taka þátt í að hraða orkuskiptunum með þessum hætti. Sú þróun, að fólk sjái í auknum mæli hag sinn í að velja sér bíl sem knúinn er áfram af rafmagni umfram aðra orkugjafa, er mikið gleðiefni fyrir okkur öll og við erum spennt fyrir áframhaldandi uppbyggingu hleðslustöðvanna með Ísorku við verslanir okkar. Hleðslustöðin hérna í Grindavík er að auki frábært dæmi um framlengingu á þeim breytingum sem gerðar hafa verið inni í versluninni undanfarna mánuði, en í vor var hún orðin algjörlega „græn“, sem þýðir m.a. að öll tæki eru keyrð á umhverfisvænum orkumiðli, LED lýsing í verslun, allt sorp flokkað og frystar og kælar lokaðir svo nokkuð sé nefnt. Þannig má segja að við séum búin að setja punktinn yfir i-ð í Grindavík með opnun hleðslustöðvarinnar,“ segir Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. 

 

„Grindavík er mikilvægur hleðslustaður fyrir rafbíla og þá sérstaklega bílaleigur. Margfalt fleiri fara núna Suðurstrandaveginn til þess að skoða ummerkin eftir eldgosið.

Við erum virkilega stolt af því að hafa fengið að taka þátt í því að koma Grindavík á hraðhleðslustöðvar kortið í samstarfi við Samkaup,“ segir Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. 

Ísorka rekur í dag yfir 1.700 hleðslustöðvar á Íslandi. Um 700 þeirra eru aðgengilegar almenningi, notendur Ísorku eru yfir 20.000 og að meðaltali nýta 1.300 þeirra hleðslustöðvar daglega.

Verkefni var unnið í samstarfi með Grindavíkurbæ og Orkusjóð sem styrktu verkefnið.

Samkaup rekur rúmlega 60 verslanir víðsvegar um landið undir vörumerkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. 

Ísorka ehf.

31. maí 2022
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.