Norðurbakki 15-21 fékk Verkís til að greina aðstæður hjá sér og í framhaldi af greiningu Verkís aflaði félagið tilboða í hleðslulausn fyrir bílgeymsluna.
Fyrir voru í bílgeymslunni tengingar fyrir neyðarhleðslutæki og taldi Verkís hættu á að heimtaug geymslunnar yrði fulllestuð og gæti þá slegið út ef félagið færi ekki i aðgerðir til að tryggja álagsdreifingu.
Verkís ráðlagði félaginu einnig að fara í uppbyggingu á grunnkerfi þannig að öll stæði geymslunnar eru nú tilbúin að taka við tengingu við hleðslustöð. Einnig var ráðlagt að settar yrðu upp stöðvar sem allar eru með álagsstýringu, aðgangsstýringu, bakendahugbúnað sem byggir á MID rafmagnsmælum í stöðvum og tryggri þjónustu.
Félagið aflaði tilboða í grunnkerfið og stöðvar sem uppfylltu kröfur Verkís.
Alfen mini stöðvar frá Ísorku uppfylla allar þær kröfur sem Verkís setti fram og félagið samþykkti tilboðið. Uppsetningu grunnkerfis og fyrstu stöðvanna er nú lokið og bjóðum við Norðurbakka 15-21 velkomin í viðskipti.
Allir eigendur í Norðurbakka 15-21 geta nú sett upp hleðslustöðvar við sín stæði. Hver notandi greiðir fyrir sína rafmagnsnotkun og Ísorka skilar þeirri notkun til húsfélagsins.