Nýlega tók KFC tvær 150kw Alpitronic hraðhleðslustöðvar í gagnið hjá sér. Glæsileg búbót fyrir rafbílaeigendur í Mosó og aðra ferðalanga sem geta nú hraðhlaðið á leið inní eða útúr bænum. Það er því óhætt að segja að KFC bjóði uppá hleðslu fyrir þig og bílinn þinn. Auðvelt að gæða sér á ljúffengum BBQ Twister á meðan bílinn hámar í sig rafmagn.
Önnur stöðin er með tvö CCS tengi en hin er með einu CCS og einu Chademo.
Ísorka fagnar vel og innilega að fleiri og fleiri fyrirtæki séu farin að sjá tækifærin í hraðhleðsluneti Ísorku. Rafbílar munu svo sannarlega standa uppi sem sigurvegarar í harðri baráttu um orkuskipti.
Mögnuð mynd frá Mosó 😎