Loksins alvöru hraðhleðsla í Vík í Mýrdal

Ísorka ehf.

14. febrúar 2024
Vík í Mýrdal þjónar mikilvægu hlutverki sem áningarstaður fyrir fólk á ferðinni.
Ísorka hefur bætt við glænýrri hraðhleðslu í Vík.

Þessi glæsilega stöð er að sjálfsögðu sýnileg í appinu okkar.
Verkefnið var í þetta skiptið unnið í samstarfi við Orkusjóð og Olís.
Um er að ræða 240 kW stöð sem hleður 4 rafbíla samtímis með CCS tengi.

Þetta er auðvitað virkilega jákvætt fyrir íbúa í Vík í Mýrdal og nágrenni sem hafa beðið lengi eftir að Ísorka komi til bjargar með nýrri hleðslustöð.

Ísorka fagnar þessari viðbót í hraðhleðslunetið sitt og vonar innilega að stöðin muni þjóna öllum rafbíla notendum vel.
Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að „fara austur eða vestur“

 
Myndir frá Vík í rjómablíðu

Ísorka ehf.

14. febrúar 2024
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.
Powered by Omni Themes