Reykjavíkurborg og Ísorka hafa setti í loftið 22 hleðslustöðvar í bílastæðahúsinu Kolaporti við Kalkofnsveg.
Stöðvarnar eru allar 22 kW og geta hlaðið allar tegundir rafbíla. Allir með Ísorku appið og hleðslulykilinn geta byrjað að hlaða.
Með þessu hefur Reykjavíkurborg sett upp hleðslustöðvar í öllum bílastæðahúsum Bílastæðasjóðs.
Ísorka er virkilega stolt af þessu samstarfi og fagnar því að RVK og Bílastæðasjóður hafi tekið stórt skref inn í framtíðina.
Stöðvarnar eru aðgengilegar öllum.