KFC hefur bætt við 150kw Alpitronic hraðhleðslustöð í Bæjarlind í Kópavogi. Glæsileg búbót fyrir svanga rafbílaeigendur og aðra ferðalanga sem geta nú hraðhlaðið á milli Reykjavíkur, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Það er því óhætt að segja að KFC bjóði upp á hleðslu fyrir þig og bílinn þinn. Auðvelt að gæða sér á ljúffengum BBQ Twister á meðan bílinn hámar í sig rafmagn.
Stöðin er með tvö tengi, CCS og Chademo tengi.
Ísorka fagnar vel og innilega að fleiri og fleiri fyrirtæki séu farin að sjá tækifærin í hraðhleðsluneti Ísorku. Rafbílar munu svo sannarlega standa uppi sem sigurvegarar í harðri baráttu um orkuskipti.