Ísorku teymið stækkar

Sigurður Ástgeirsson

12. nóvember 2021
Við kynnum til leiks tvo nýja starfsmenn sem bætast í fjölbreyttan hóp Ísorku.

 

 

Árni er menntaður viðskiptafræðingur og hefur margra ára reynslu af þjónustu við húsfélög. Árni hefur einnig unnið við flotastjórnun hjá Kynnisferðum og Grayline.

Árni var landsforseti JCI Íslands 2010 og er ævi félagi JCI. Eiginkona Árna er Kolbrún Hrönn Pétursdóttir og eiga þau þrjú börn.

Áhugamál Árna eru fluguveiði, ferðalög og matreiðsla.

 

 

Halldór Guðmundsson er lærður prentsmiður með áralanga reynslu af stjórnun sölu- og markaðsmála á Íslandi, Spáni og fleiri löndum. Halldór hefur m.a. verið hjá Öryggismiðstöðinni þar sem hann var viðskiptastjóri stórfyrirtækja og stofnana og í eigin rekstri með viðskiptaþróun fyrir íslensk fyrirtæki í útrás.

Halldór er giftur Írisi Rut Bergmann og eiga þau fimm upp komin börn og saman 10 ára strák.  

Áhugamál Halldórs eru ferðalög, fótbolti og mótorhjól.

Sigurður Ástgeirsson

12. nóvember 2021
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.