Ísorka mætt á Dalvík

Ísorka mætt á Dalvík

Ísorka setti upp glænýja hraðhleðslustöð á Dalvík, stöðin er staðsett hjá Olís við Skíðabraut 21.

Þetta er gríðarlegt fagnaðarefni fyrir Dalvíkinga enda langþráð ósk þeirra að verða að veruleika!

Um er að ræða 150Kw Alpitronic Hypercharger stöð sem hefur 2x CCS og 1 x Chademo tengi. Síðar verður hægt að uppfæra hana í allt að 300 kW.
Ísorka fagnar þessari viðbót í hraðhleðslunetið sitt og vonar innilega að stöðin muni þjóna rafbílaeigendum á svæðinu öllu vel, sem og öðrum notendum Ísorku.

Stöðin er sett upp í samstarfi við Olís og Orkusjóð.

 

Þú getur að sjálfsögðu séð stöðina í appinu okkar! 

Back to blog