Hluti af Ísorku teyminu

Vinnustaður í fremstu röð 2024

Við hjá Ísorku erum gríðarlega stolt af nafnbótinni „Vinnustaður í fremstu röð árið 2024“ hjá Moodup og jafnframt að fá þessa viðurkenningu annað árið í röð.

,,Ísorka er á meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna Vinnustaður í fremstu röð árið 2024.

Skilyrðin eru þrjú talsins: 

    1. Mæla starfsánægju a.m.k. einu sinni á ársfjórðungi
    2. Bregðast við endurgjöf sem starfsfólk skrifar
    3. Ná árangursviðmiði um starfsánægju samanborið við aðra íslenska vinnustaði 

Með því að uppfylla þessi skilyrði hefur Ísorka sýnt í verki að stjórnendur hlusta á starfsfólk, sýna í verki að álit þess skiptir máli, og ná árangri þegar kemur að því að auka og viðhalda hárri starfsánægju.

 Viðurkenningin staðfestir þannig að Ísorka hugsar vel um starfsfólk sitt og tryggir því framúrskarandi starfsumhverfi.“

Ánægja starfsmanna er ekki sjálfsögð.
Okkar markmið er að halda vel utan um starfsfólkið, sýna sveigjanleika og koma á móts við þarfir hvers og eins. Aðstæður og þarfir einstaklinga eru misjafnar sem getur verið áskorun. Að okkar mati er lykillinn í þessu samskipti:

  • Gefa endurgjöf
  • Taka við endurgjöf
  • Tala við þá sem geta breytt hlutum
  • Síðast en ekki síðst hin gullna setning: Tala við fólk, ekki um fólk.

Með því að hafa vettvang fyrir endurgjöf og samtöl stuðlum við að heilbrigðri vinnustaðamenningu og starfsánægju.
Við erum því himinlifandi með þessa viðurkenningu frá Moodup.

Hlöðum Saman!

Back to blog