Ísorka styrkir sig á Selfossi og setur upp hraðhleðslu við verslun BYKO, Langholti 1.
Stöðin getur hlaðið 2 bíla samtímis á 1xCCS og 1xChademo tengi. Ísorka svarar ákalli notenda Chademo að bjóða upp á slíkt tengi og gleður okkur að þjónusta þá notendur enn betur á Selfossi.
Það hefur aldrei verið auðveldara fyrir aðila í iðnaði eða framkvæmdum að nýta ferðina í BYKO og hraðhlaða vinnubílinn í leiðinni🔨🔋🏎️
Hleðslunet Ísorku stækkar sífellt og hlökkum við til að segja ykkur frá einkar bragðgóðu samstarfsverkefni á Selfossi fljótlega👀