Ísorka ræður prófarkalesara

Ísorka ehf.

5. oktober 2022
Prófarkalesari mætir til vinnu í fyrramálið kl.09

Vegna fjölda ábendinga hefur Ísorka samið við prófarkalesara til ársins 2032.

Ísorka biðst velvirðingar á stafsetningar- og innsláttarvillum sem hafa átt sér stað í gegnum árin og vonar að þessi ráðning verði til þess að núverandi og framtíðar viðskiptavinir geti andað léttar. Fréttabréf og annað markaðsefni Ísorku verður því framvegis svo rétt að sjálf Árnastofnun mun líklega veita Ísorku verðlaun. Það er því hægt að ganga að því sem vísu að íslenskan verði rituð rétt um ókomin Ísorkuár (eru það kannski 2 orð?)

Ísorka þakkar þau fjölmörgu viðbrögð og þær hlýju kveðjur sem bárust okkur.

Takk fyrir að standa vörð um íslenskuna.

Kær kveðja,

Starfsfólk Ísorku

Ísorka ehf.

5. oktober 2022
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.