Á síðustu vikum hafa Ísorka og Olís lækkað verð á hraðhleðslu sem nemur yfir 18%. Því til viðbótar býður Ísorka ásamt Olís, Samkaup, KFC, Heimar og AVIS allt að 20% viðbótarafslátt til allra með Ísorku Heima og Ísorku Fjölbýli.
„Við erum með þessu að þakka rafbílaeigendum fyrir frábær viðskipti á árinu. Þessi lækkun er komin til að vera og mun verðið í framtíðinni elta aðra verðlagsþróun", Segir Sigurður framkvæmdastjóri Ísorku.
Þessu til viðbótar var verð á hraðhleðslu undir 100 kW lækkað í 32 kr. kWst.
„Síðustu 2 mánuði hefur Ísorka afgreitt yfir 2.300.000 kWst. á rafbíla. Það er nóg til þess að aka einum rafbíl rúmlega 11.500.000 km. Umhverfisáhrifin hjá okkar notendum eru gríðarlega jákvæð og mikil. Sami bensín bíll hefði þurft 920 tonn af bensíni fyrir sömu vegalengd. Fyrir þessa orku er hægt að fara 8.635 hringi í kringum Ísland"- bendir Sigurður á.