Undanfarin 2 ár hefur Ísorka starfrækt hraðhleðslustöð á Ólafsvík. Staðarhaldari óskaði ekki eftir áframhaldandi samstarfi og því hverfur stöð okkar á braut. Óskum staðarhaldara velfarnaðar og þökkum fyrir samstarfið.
Ísorka þakkar kærlega þeim notendum sem hafa treyst á stöðina og hlaðið hjá okkur. Fyrir ferðalanga um Snæfellsnesið bendum á frábæra hleðslustöð okkar í Stykkishólmi sem mun áfram nýtast rafbílaeigendum.
Hleðslustöðin fær ekki langa hvíld eftir dvölina á Ólafsvík og fær nýtt hlutverk á allra næstu dögum sem við hlökkum til að segja ykkur frá ásamt öðrum spennandi fréttum!