Ísorka kveður inneignir

Ísorka ehf.

24. maí 2023
Inneigna kerfið heyrir sögunni til

Ísorka fagnar þeim tímamótum í dag að allir viðskiptavinir greiða fyrir sínar hleðslur eftir á. 
Í stuttu máli þá safnast upp allar þær hleðslur sem þú hleður yfir mánuðinn og öll notkun skuldfærist með kortinu sem er vistað í Ísorku reikningnum þínum um mánaðarmót.

Hvað þarft þú að gera?
Þú þarft ekki að gera neitt, alls ekki neitt. Við erum bara að láta vita því okkur ber skylda til þess. 


Hvað er að breytast?
Helsta breyting á notenda- og persónuverndar skilmálum okkar verður að þú greiðir fyrir hleðslunotkun með greiðslukortinu þínu í lok hvers mánaðar. Engar sjálfvirkar fyrirframgreiðslur eins og áður var. Ef þú stofnaðir reikning hjá Ísorku eftir 31.ágúst 2022 þá á þessi breyting ekki við þig. 

Hvað ef ég vil ekki þessa breytingu?
Ef svo óheppilega vill til að þú viljir ekki fá þessa breytingu þá væri frábært að heyra frá þér. Endilega sendu okkur póst á isorka@isorka.is fyrir mánudaginn 5. Júni. En þann dag færum við alla formlega yfir í nýju lausnina.

 

Hvað annað spennandi er að breytast?
Þú verður nú virkur þátttakandi í kolefnisjöfnun Ísorku.
Það kostar þig ekki neitt aukalega, bara takk fyrir að nota Ísorku. Við erum öll saman í liði að minnka kolefnisspor heimsins. Þinn þjónustuveitandi hefur breyst í Virta Global á þínu kreditkortayfirliti. Ekki láta þér bregða Virta Global er það sama og Ísorka.

Annað
Við hvetjum þig (ef þú hefur mikinn áhuga á skilmálum) til að lesa þjónustu og persónuverndarskilmála okkar. Ef það vakna spurningar þá ekki hika við að hafa samband við okkur. Þjónustuver okkar er ávallt tilbúið að svara á milli kl.09-18 alla virka daga í síma 5687666. Vinsamlegast athugið að þú hefur ekki lengur aðgang af kvittunum fyrir greiðslum þar sem nú er greitt eftir á, þú hefur samt alltaf yfirlit yfir hleðslusögu þína í appinu og á mínum síðum á heimasíðu Ísorku.

Ást við fyrstu hleðslu - Ísorka

Ísorka ehf.

24. maí 2023
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.