Ísorka hefur opnað fyrstu hraðhleðslustöð sína í Ólafsvík. Stöðin er 150 KW og er hönnuð fyrir rafbíla eða plug-in bíla sem geta hraðhlaðið.
Stöðin er við Grundarbraut 2 og hleður 2 bíla samtímis.
Stöðin er opin öllum viðskiptavinum Ísorku í gegnum Ísorku-appið og/eða með Ísorku-lykli.
Verkefnið var styrkt af Orkusjóði og er hluti af innviðastyrkjum fyrir vistvæn ökutæki.
Við erum hæst ánægð með opnun fyrstu hraðhleðslustöðvar Ísorku í Ólafsvík. Með þessari opnun er loksins leyst brýn þörf á öflugri hraðhleðslustöð í Ólafsvík.
Stöðin er aðgengileg í Ísorku appinu sem og erlendum kerfum fyrir ferðamenn.
Einnig er stöðin aðgengileg í Google maps sem hentar TESLA eigendum sérstaklega vel.