Ísorka er mætt í Stykkishólm með 150 kW Hraðhleðslustöð

Sigurður Ástgeirsson

19. nóvember 2021
Loksins komin hraðhleðsla í Stykkishólm

Ísorka hefur opnað fyrstu hraðhleðslustöð sína í Stykkishólmi. Stöðin er 150 KW og er eingöngu hönnuð fyrir rafbíla eða plug-in bíla sem geta hraðhlaðið.

Stöðin hleður 2 bíla samtímis.

 

Stöðin er opin öllum viðskiptavinum Ísorku í gegnum Ísorku-appið og/eða með Ísorku-lykli.

 

Verkefnið var styrkt af Orkusjóði og er hluti af innviðastyrkjum fyrir vistvæn ökutæki.

 

Við erum hæst ánægð með opnun fyrstu hraðhleðslustöðvar Ísorku í Stykkishólmi. Með þessari opnun er loksins leyst brýn þörf á öflugri hraðhleðslustöð í Hólminum.

Sigurður Ástgeirsson

19. nóvember 2021
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.