Ísorka, EFLA og Súrefni hefja samstarf
Share
Síðustu vikur höfum við átt í árangursríkum samræðum við EFLU þekkingarfyrirtæki og erum hæstánægð með að geta tilkynnt öflugt samstarf á milli EFLU og Súrefnis.
EFLA er öflugt verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem er framúrskarandi í öllu sem viðkemur sjálfbærni og útreikningum á kolefnisspori fyrir alla lögaðila, allt frá litlum fyrirtækjum til stórra stofnana, og þau framkvæma einnig ýtarlegar lífsferilsgreiningar þar sem það á við. EFLA getur þar að auki reiknað út umhverfisáhrif einstakra vöruframleiðslu eða þjónustu.
Súrefni býður nú hágæða vottaðar og virkar kolefniseiningar sem endurspegla starfsemi Ísorku. Hægt er að nýta einingarnar til ábyrgrar kolefnisjöfnunar að útreikningi loknum. Þetta hámarkar gæði þjónustunnar og framfylgir jafnframt ýtrustu kröfum Umhverfisstofnunar, Staðlaráðs, ISO staðalsins og ICROA staðalsins um ábyrga kolefnisjöfnun.
Með vottuðum virkum kolefniseiningum frá Ísorku geta fyrirtæki og aðrir lögaðilar kolefnisjafnað sinn rekstur jafnóðum með ábyrgum hætti.