Ísorka og Reykjavíkurborg hafa náð samningum eftir útboð um nýjar borgarhleðslur. Samningurinn gildir í 8 ár og mun Ísorka tryggja að stöðvarnar komist í gagnið sem allra fyrst.
Um er að ræða uppsetningu á 108 hleðslustæðum á 27 mismunandi stöðum um Reykjavík. Stöðvarnar verða á vel völdum staðsetningum um borgina. Má þar nefna við Kleppsveg, Safamýri, Ægissíðu, Hallgrímskirkju og Framnesveg svo eitthvað sé nefnt.
Reykjavíkurborg og Ísorka fagna þessum áfanga sem hluta af Græna planinu sem ætlað er að gera Reykjavík að einni af 100 kolefnishlutlausum snjallborgum Evrópu árið 2030
Hér má sjá kort af þeim staðsetningum þar sem hægt verður að finna hleðslustöðvar.