Ísorka annaðist alla hönnun, jarðvinnu fyrir heimlögn, uppsetningu og úttektir.
Leigubílastöðin Hreyfill hefur tekið tímamóta skref í orkuskiptum með uppsetningu á fyrstu hraðhleðslustöðinni.
Hleðslustöðin er 150 kW og einungis ætluð bílstjórum stöðvarinnar.
Árið 2020 auglýsti Orkusjóður innviðastyrki fyrir vistvæn ökutæki og fékk Hreyfill styrk til verkefnisins.
Hreyfill og Ísorka unnu saman í verkefninu og var hlutverk Ísorku margþætt.
Ísorka annaðist alla hönnun, jarðvinnu fyrir heimlögn, uppsetningu og úttektir.
Það eru algjör forréttindi að fá að koma að verkefnum sem þessum og aðstoða leigubílstjóra að skipta yfir í rafmagn.
Ísorka óskar bifreiðastjórum Hreyfils innilega til hamingju með áfangann.