Hraðhleðslufréttir

Ísorka ehf.

2. mars 2023
Ánanaust & Kirkjubæjarklaustur bætast í hraðhleðsluhópinn

Þau gleðitíðindi bárust í vikunni að 150 kw hraðhleðslustöðvar mættu í vinnuna annarsvegar hjá Olís við Ánanaust og hinsvegar OB á Kirkjubæjarklaustri.
Sú síðari er styrkt af Orkusjóði.

Í stuttu spjalli við stöðvarnar sögðu þær að það væri virkilega ánægjulegt að geta loksins þjónustað viðskiptavini Ísorku.
Sömuleiðis sé léttir að getað losað um drægnikvíða landsmanna.
Þær hlakka til að taka á móti bæði gömlum og nýjum viðskiptavinum Ísorku.

Stöðvarnar hlaða 2 bíla samtímis, eru með CCS & Chademo tengi og eru ótrúlega þægilegar í notkun.

Mynd frá "opnunarhátíð" í Ánanausti

 

Myndir frá Kirkjubæjarklaustri, að venju í blíðskaparveðri 

 

Ísorka ehf.

2. mars 2023
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.