Þau gleðitíðindi bárust í vikunni að 150 kw hraðhleðslustöðvar mættu í vinnuna annarsvegar hjá Olís við Ánanaust og hinsvegar OB á Kirkjubæjarklaustri.
Sú síðari er styrkt af Orkusjóði.
Í stuttu spjalli við stöðvarnar sögðu þær að það væri virkilega ánægjulegt að geta loksins þjónustað viðskiptavini Ísorku.
Sömuleiðis sé léttir að getað losað um drægnikvíða landsmanna.
Þær hlakka til að taka á móti bæði gömlum og nýjum viðskiptavinum Ísorku.
Stöðvarnar hlaða 2 bíla samtímis, eru með CCS & Chademo tengi og eru ótrúlega þægilegar í notkun.
Mynd frá "opnunarhátíð" í Ánanausti
Myndir frá Kirkjubæjarklaustri, að venju í blíðskaparveðri