Við erum stolt stolt af því tilkynna að tvær nýjar hraðhleðslustöðvar eru nú komnar í gagnið við Olís í Varmahlíð. Við fögnum þessum áfanga enda hefur verið mikil eftirspurn eftir auknum hraðhleðsluinnviðum í Skagafjörðinn.
Stöðvarnar eru 150kW hvor og eru 5 hleðslutengi á staðnum 4x CCS og 1x Chademo og bjóða m.a. upp á gott aðgengi bifreiða með ferðavagna.
Verkefnið er hluti af samstarfi Ísorku og Olís og felur í sér uppbyggingu hleðsluinnviða á þjónustustöðvum Olís vítt og breitt um landið.