Fyrsta hraðhleðslustöð Avis á Akureyri

Ísorka ehf.

2. desember 2021
Þetta er sögulegt skref fyrir bílaleigur enda hefur engin slík hér á landi áður tekið þátt í innviðum fyrir almenning.

AVIS hefur sett upp 75 kW DC stöð fyrir utan flugstöðina á Akureyri sem síðar verður uppfærð í 150 kW

 

Með hraðhleðslustöðinni leggur AVIS grunn að orkuskiptum eigin bílaflota. Stöðin er tengd við Ísorku og aðgengileg öllum í gegnum Ísorku-appið og/eða með Ísorku-lykli.

 

Hraðhleðslustöðin er frábær viðbót sem þéttir hleðslunet Ísorku enn frekar. Stöðin er fyrsta skref í samstarfi AVIS og Ísorku í uppsetningu hraðhleðslustöðva og gert er ráð fyrir fleiri stöðvum á næstu misserum í öllum landshlutum.

 

"Þetta er sögulegt skref fyrir bílaleigur enda hefur engin slík hér á landi áður tekið þátt í innviðum fyrir almenning" segir Hjálmar Pétursson - Forstjóri AVIS

 

Verkefnið var unnið í samstarfi við Orkusjóð og er hluti af innviðastyrkjum fyrir vistvæn ökutæki.

 

"Það er svo gaman að geta leyft öllum að komast inn á hleðslustöðvamarkaðinn á sínum forsendum" segir Sigurður Ástgeirsson - Framkvæmdastjóri Ísorku

Ísorka ehf.

2. desember 2021
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.