Fyrsta hraðhleðslustöð Avis á Akureyri

Fyrsta hraðhleðslustöð Avis á Akureyri

AVIS hefur sett upp 75 kW DC stöð fyrir utan flugstöðina á Akureyri sem síðar verður uppfærð í 150 kW

 

Með hraðhleðslustöðinni leggur AVIS grunn að orkuskiptum eigin bílaflota. Stöðin er tengd við Ísorku og aðgengileg öllum í gegnum Ísorku-appið og/eða með Ísorku-lykli.

 

Hraðhleðslustöðin er frábær viðbót sem þéttir hleðslunet Ísorku enn frekar. Stöðin er fyrsta skref í samstarfi AVIS og Ísorku í uppsetningu hraðhleðslustöðva og gert er ráð fyrir fleiri stöðvum á næstu misserum í öllum landshlutum.

 

"Þetta er sögulegt skref fyrir bílaleigur enda hefur engin slík hér á landi áður tekið þátt í innviðum fyrir almenning" segir Hjálmar Pétursson - Forstjóri AVIS

 

Verkefnið var unnið í samstarfi við Orkusjóð og er hluti af innviðastyrkjum fyrir vistvæn ökutæki.

 

"Það er svo gaman að geta leyft öllum að komast inn á hleðslustöðvamarkaðinn á sínum forsendum" segir Sigurður Ástgeirsson - Framkvæmdastjóri Ísorku

Back to blog