Fitjar - Njarðvík á Ísorkukortið

Fitjar - Njarðvík á Ísorkukortið

Ísorka straumsetti nýlega magnaða hraðhleðslustöð við Olís í Njarðvík

Stöðin er að sjálfsögðu sýnileg í appinu okkar.
Verkefnið var unnið náið með Olís og stefnt er á fleiri staðsetningar á nýju ári ss. Borgarnes, Varmahlíð og Vík svo eitthvað sé nefnt

Stöðin er kærkomin viðbót við uppbygginguna á Suðurnesjum og ættu allir að getað ferðast hleðslukvíðalausir um náttúruperlur Suðurnesja.

Um er að ræða 150Kw Alpitronic Hypercharger stöð sem hefur 2x CCS tengi.

Ísorka fagnar þessari viðbót í hraðhleðslunetið sitt og vonar innilega að stöðin muni þjóna öllum Ísorku notendum mjög vel. 

  

Að lokum viljum við óska ykkur gleðilegra jóla 🎄
Þökkum viðskiptin á árinu og mætum fullhlaðin til leiks á nýju ári 🔋
Starfsfólk Ísorku

 
Myndir af stöðinni í Fitjum, Njarðvík i jólaskapi

Back to blog