Fitjar - Njarðvík á Ísorkukortið

Ísorka ehf.

22. desember 2023
Fitjar á kortið hjá Ísorku

Ísorka straumsetti nýlega magnaða hraðhleðslustöð við Olís í Njarðvík

Stöðin er að sjálfsögðu sýnileg í appinu okkar.
Verkefnið var unnið náið með Olís og stefnt er á fleiri staðsetningar á nýju ári ss. Borgarnes, Varmahlíð og Vík svo eitthvað sé nefnt

Stöðin er kærkomin viðbót við uppbygginguna á Suðurnesjum og ættu allir að getað ferðast hleðslukvíðalausir um náttúruperlur Suðurnesja.

Um er að ræða 150Kw Alpitronic Hypercharger stöð sem hefur 2x CCS tengi.

Ísorka fagnar þessari viðbót í hraðhleðslunetið sitt og vonar innilega að stöðin muni þjóna öllum Ísorku notendum mjög vel. 

  

Að lokum viljum við óska ykkur gleðilegra jóla 🎄
Þökkum viðskiptin á árinu og mætum fullhlaðin til leiks á nýju ári 🔋
Starfsfólk Ísorku

 
Myndir af stöðinni í Fitjum, Njarðvík i jólaskapi

Ísorka ehf.

22. desember 2023
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.