Fellsmúli 14-22 greip tækifærið

Fellsmúli 14-22 greip tækifærið

Nú stendur yfir viðhald á gangstéttum við Fellsmúla. Húsfélagið nýtti tækifærið og lét setja niður sex undirstöður á bílastæði félagsins ásamt rörum fyrir nýja heimtaug. Á þessar undirstöðum getur félagið sett upp allt að 12 hleðslustöðvar.

Verkefnið var sett í forgang hjá Ísorku til að tefja ekki aðra verktaka sem unnu við gangstéttina. Verkefnið var unnið á mettíma.

Húsfélagið ræður hvenær það lætur setja upp stöðvarnar og getur fjölgað þeim eftir þörfum.

Við óskum eigendum í Fellsmúla 14-22 til hamingju með að nýta tækifærið sem gerir bílastæði þeirra tilbúin fyrir orkuskipti.

Ísorka vann verkið með húsfélaginu.

 

Hægt er að kynna sér undirstöðurnar nánar hér

 

 

Back to blog