Fellsmúli 14-22 greip tækifærið

Ísorka ehf.

8. júlí 2022
Samhliða endurnýjun Reykjavíkurborgar var allt gert klárt

Nú stendur yfir viðhald á gangstéttum við Fellsmúla. Húsfélagið nýtti tækifærið og lét setja niður sex undirstöður á bílastæði félagsins ásamt rörum fyrir nýja heimtaug. Á þessar undirstöðum getur félagið sett upp allt að 12 hleðslustöðvar.

Verkefnið var sett í forgang hjá Ísorku til að tefja ekki aðra verktaka sem unnu við gangstéttina. Verkefnið var unnið á mettíma.

Húsfélagið ræður hvenær það lætur setja upp stöðvarnar og getur fjölgað þeim eftir þörfum.

Við óskum eigendum í Fellsmúla 14-22 til hamingju með að nýta tækifærið sem gerir bílastæði þeirra tilbúin fyrir orkuskipti.

Ísorka vann verkið með húsfélaginu.

 

Hægt er að kynna sér undirstöðurnar nánar hér

 

 

Ísorka ehf.

8. júlí 2022
Við notum vefkökur
Vefsíða notar vefkökur (e. cookies)
til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.

Við notum vefkökur

Vefkökur sem eru notaðar er skipt í nokkra flokka og hér getur þú lesið um hvern flokk og samþykkt eða hafnað að vild. Ef áður samþykktum flokki er hafnað er öllum vefkökum í þeim flokki eytt úr vafranum þínum. Hér getur þú lesið nánar um vefkökur og persónuvernd.