Verkefnið var unnið svo náið með Olís að við fengum jólagjöf frá þeim þetta árið.
Um er að ræða 2 hleðslustaura
240Kw Kempower sem hefur 2x CCS tengi hvor. Stöðin er að sjálfsögðu sýnileg í appinu okkar.
Þessi stöð er frábær viðbót við hraðhleðslustöðina okkar við Nettó í Borgarnesi.
Þessar fréttir er vissulega mjög jákvæðar fyrir íbúa og aðra sem hafa aðsetur í Borgarbyggð og nágrenni sem hafa beðið lengi eftir þessari innviða stækkun.
Það er því að verða auðveldara og auðveldara að bæta á bílinn á leið sinni um landið, sérstaklega núna yfir hátíðarnar.
Ísorka kveður gamla árið með þessum nýju bombum og við hlökkum til að halda áfram ómetanlegri uppbyggingu innviða á nýju ári.
Starfsfólk Ísorku
Myndir af þessum glæjýju rakettum í stuði!